Innlent

Velferðarráðuneytið áfrýjar í Sólheimamáli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðbjartur Hannesson er velferðarráðherra.
Guðbjartur Hannesson er velferðarráðherra.
Velferðarráðherra hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sólheima í Grímsnesi gegn íslenska ríkinu til Hæstaréttar. Ráðherra kynnti ákvörðunina á fundi ríkisstjórnar í dag. Ákvörðun ríkislögmanns er tekin á grundvelli tilmæla frá Ríkislögmanni

Sólheimar höfðuðu málið vegna 4% skerðingar fjárframlags til stofnunarinnar árið 2009. Krafist var viðurkenningar á því að skerðingin væri ólögmæt og til vara að um væri að ræða vanefnd þjónustusamnings ríkisins við Sólheima.

Ríkið var sýknað af aðalkröfu Sólheima í málinu og var hvorki fallist á að brotið hefði verið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar né 76. gr. stjórnarskrárinnar um rétt til framfærsluaðstoðar. Aftur á móti var það niðurstaða dómsins að með því að skerða fjárframlag til Sólheima um 4% með fjárlögum ársins 2009 hefði ríkið vanefnt samningsskuldbindingar sínar samkvæmt þjónustusamningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×