Innlent

Kvikmyndaskólinn settur á föstudaginn en skólahald frestast

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hilmar Oddsson er skólastjóri Kvikmyndaskólans. Mynd/ GVA.
Hilmar Oddsson er skólastjóri Kvikmyndaskólans. Mynd/ GVA.
Kvikmyndaskóli Íslands verður settur í Bíó paradís á föstudaginn klukkan eitt. Engu að síður hefur stjórn skólans ákveðið að fresta formlegu skólahaldi til 4. nóvember 2011. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórn skólans sendi frá sér rétt fyrir hádegi.

Fjármál skólans hafa verið til mikillar umræðu að undanförnu og lengi verið ljóst að tvísýnt væri um starfsemi skólans. Í yfirlýsingunni frá stjórn skólans segir að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi hafnað tilboði KVÍ  á fimmtudaginn. Að þessu tilboði hafi verið unnið í margar vikur - nótt og dag - eftir forskrift starfsmanna ráðuneytisins. Í stað þess að byggja á samningarviðræðum sumarsins um fimm mánaða skeið hafi ráðuneytið sent málefni skólans til Ríkisendurskoðunar og ekki talið sig geta haldið áfram viðræðum á fyrri forsendum.

Í lok yfirlýsingarinnar segir að sérstaklega mikilvægt sé að nýnemar mæti við skólasetninguna á föstudaginn og að allir nemendur fylgist vel með á upplýsingarvefjum skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×