Innlent

Vestnorræna ráðið fundar á Bifröst

Ólína Þorvarðardóttir er formaður ráðsins.
Ólína Þorvarðardóttir er formaður ráðsins.
Staða Vesturnorðurlanda og sameiginlegir hagsmunir þeirra á Norðurskautinu og flutningur matvæla á milli Vestnorrænu landanna er meðal þess sem rætt verður á ársfundi Vestnorræna ráðsins hefst í dag á Bifröst.

Vestnorræna ráðið er samstarfsvettvangur Alþingis, Landsþings Grænlands og Lögþings Færeyja. Fyrir fundinum liggur tillaga um að ráðið hafi frumkvæði að því að fjalla sérstaklega um sérhagsmuni landanna þriggja varðandi Norðurskautið.

Jafnframt óska nokkrir þingmenn eftir því að ráðið taki afstöðu til hvort eðlilegt geti talist að innflutningur grænlenskra matvæla til Íslands til eigin nota sé bannaður.

Yfir 20 vestnorrænir og norskir þingmenn taka þátt í ársfundinum auk Steingríms J. Sigfússonar fjármála- og samstarfsráðherra.

Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður er formaður ráðsins. Auk hennar sitja Josef Motzfeldt forseti Landsþings Grænlands og Kári P. Højgaard þingmaður í Færeyjum í forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×