Lífið

Við erum að tala um almennilegt partý

Hljómsveitin Pollapönk sendir frá sér nýtt lag sem heitir Ættarmót á næstu dögum en það er fyrsta lagið af tilvonandi plötu þeirra næsta haust. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar óvenjuleg leið við upptökur á myndbandinu við lagið var farin þar sem strákarnir fengu Goða til samstarfs við sig um að gera óvæt götugrill við Sunnuveg í Hafnarfirði.

Goðamenn tóku mjög vel í samstarfið og ákveðið var að slá tvær flugur í einu höggi og taka upp myndband og sjónvarpsauglýsingu á sama tíma.

Ákveðið var að gera þetta alveg óvænt fyrir alla í götunni og vissi fólk ekki hvaðan á sér stóð veðrið þegar menn mættu með myndavélar, verkfæri, hljóðkerfi, borð, stóla, grill, dúka, kokka og þjóna í götuna um klukkan 18.00 í gær.

Eins sjá má á myndunum var uppátækinu vel tekið og allir skemmtu sér vel við tóna Pollapönks undir leikstjórn Gunnars Helgasonar sem leikstýrir bæði myndbandinu og auglýsingunni.

Eðalkokkurinn að norðan, Friðrik V, mætti á staðinn og eldaði ofan í alla ásamt því að taka einn íbúann í læri við eldamennskuna.

Goði mun svo efna til leiks í sumar þar sem í vinninga verður m.a. veisla sem þessi fyrir heppna götuíbúa. Það sannaðist á tökustað að það er fátt sem getur sameinað nágranna eins vel og gott götugrill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×