Innlent

Lítil hætta á að fuglaflensan berist hingað

Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir.
Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir. Mynd/GVA
Sameinuðu Þjóðirnar vöruðu í dag við því fuglaflensan gæti dreift sér upp á nýtt. Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, telur ekki mikla hættu á að fuglaflensan berist hingað. Hann segir ekki um nýtt tilbrigði flensunnar að ræða. „Þetta er H5N1 tilbrigðið sem hefur verið þekkt lengi. Hún hefur verið landlæg í ýmsum ríkjum í Suðaustur-Asíu undanfarið," segir Haraldur, en þegar farfuglar leggja af stað í sín árstíðarbundnu ferðalög á haustin berst vírusinn sér gjarna með þeim til nýrra landa.

Haraldur segir Íslendinga ekki þurfa að hafa áhyggjur í bili. Það séu helst þeir sem að vinna við fuglarækt eða umgangast veika fugla í Asíu sem þurfi að leggja eyrun við viðvörunum Sameinuðu Þjóðanna.


Tengdar fréttir

Fuglaflensan dreifir sér á ný

Sameinuðu Þjóðirnar vöruðu í dag við því að fuglaflensan kunni að blossa upp aftur. Nýtt afbrigði vírussins, sem virðist þola alla lyfjameðferð sem nú þekkist, er að breiða sig út í Kína og Víetnam. Einnig hafa villtir fuglar borið vírusinn til landa sem áður voru laus við flensuna, meðal annars Ísrael og Búlgaríu. Þetta kemur fram á vefmiðli The Independent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×