Innlent

Segja veitingastaði í vanda vegna kjötskorts

Samtök ferðaþjónustunnar segja að skortur sé á gæða nautakjöti í landinu og að ástandið hafi sjaldan verið jafnslæmt og nú. Í tilkynningu frá samtökunum segir að raunar hafi veitingastaðir þurft að búa við þetta í áraraði en að nú sé ástandið sérstaklega slæmt. Samtökin segja að veitingastaðir hafi neyðst til að taka rétti af matseðlum sínum vegna skortsins.

Þá er fullyrt að það blasi við hjá alþjóðlegum skyndibitastöðum hér á landi að taka þurfi ákveðna rétti af matseðli sökum hárra tolla sem settir hafa verið á innflutning kjötvara.

Samtökin segjast hafa óskað eftir fundi með landbúnaðarráðherra fyrir nokkrum vikum til að ræða þetta mál. Ekkert hafi hinsvegar heyrst frá ráðherranum en ósk samtakanna er að heimilt verði að flytja inn þær kjöttegundir sem umframeftirspurn er eftir án þeirra hafta sem í gildi eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×