Erlent

Misheppnaði sjálfsvígsmaðurinn fær enga samúð frá leigusalanum

Húsið sem Vangelis stökk niður af.
Húsið sem Vangelis stökk niður af.

Hinn 26 ára gamli Vangelis "Angelo" Kapatos, sem stökk af níundu hæð fjölbýlishúss í New York til þess eins að lenda í ruslabing og lifa fallið af, fær litla samúð frá leigusala sínum, Jacques Michaane.

Jacques segir Vangelis ekki hafa borgað leigu af íbúðinni í tvö ár. Að sögn Jacques er Vangelis snarbilaður en sennilega misheppnaðasti sjálfsmorðingi sögunnar.

Í viðtali við New York Post segir Jacques: „Hann er vitleysingur. Maðurinn kastar sér fram af húsinu og lifir það af, það ætti að læsa hann inni."

Reyndar á Vangelis við andlega erfiðleika að stríða og eyddi meira eða minna öllum desembermánuðinum á geðdeild Bellevue spítalans.

Vangelis er á leiðinni í aðgerð eftir sjálfsvígstilraunina, en hann meiddist heldur illa við fallið.


Tengdar fréttir

Fór í rusl þegar hann ætlaði að fremja sjálfsmorð

Hinn 26 ára gamli Vangelis Icapatos varð einstaklega heppinn, eða óheppinn - fer reyndar eftir því hvernig á málið er litið - þegar hann stökk niður af níundu hæð fjölbýlishúss í New York og lenti ofan á hrúgu af ruslapokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×