Erlent

Fjórir látnir og fimmtán særðir eftir nóttina í Kaíró

Til skotbardaga kom milli mótmælenda og stuðingsmanna Hosni Mubarak á Tahrir torgi í miðborg Kaíró í nótt. Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fimmtán særðir eftir nóttina.

Í gær slösuðust um 1.500 manns í átökum sem blossuðu upp milli þessara hópa á torginu og þrír létust. Lögreglan og herinn létu átökin afskiptalaus og raunar eru fregnir um að óeinkennisklæddir lögreglumenn hafi aðstoðað stuðningsmenn Mubarak í átökunum.

Sífellt fleiri fréttir berast af árásum á erlenda frétta- og blaðamenn í Kairó. Danskir blaðamenn hafa orðið fyrir árásum sem og fréttamenn frá CNN og ABC sjónvarpsstöðvunum og AP fréttastofunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×