Erlent

Breskt herskip afturreka frá Brasilíu

Óli Tynes skrifar
HMS Clyde.
HMS Clyde.

Stjórnvöld í Brasilíu hafa synjað bresku herskipi um leyfi til að koma þar til hafnar. Það var gert til þess að styðja tilkall Argentínu til Falklandseyja. Dilma Rousseff hinn nýi forseti Brasilíu er fyrrverandi marxiskur skæruliði. Þessi ákvörðun er talin vera frá henni runnin.

Breska herskipið HMS Clyde sem er varðskip Breta við Falklandseyjar átti að koma til hafnar í Brazilíu í síðustu viku, en var vísað frá.

Argentína og Bretland hafa lengi deilt um yfirráð yfir Falklandseyjum. Árið 1982 hertóku Argentínumenn eyjarnar en breskt herlið hrakti þá á brott. Argentína heldur þó kröfu sinni um yfirráð enn til streitu. Íbúar Falklandseyja eru um 3000 talsins. Um 90 prósent þeirra eru breskir eða af breskum uppruna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×