Erlent

Von á fleiri skjölum frá Wikileaks

Julian Assange kom fyrir dómara í Lundúnum í dag þar sem tekin var fyrir framsalsbeiðni Svíþjóðar á hendur honum. Sú fyrirtaka tók aðeins 10 mínútur og verður ekki fram haldið fyrr en sjöunda febrúar. Assange sagði fréttamönnum að WikiLeaks muni á næstunni herða mjög birtingu sína á leyndarskjölum.

„Við ætlum að herða á útgáfu okkar á efni sem tengist "Cablegate" og öðru efni. Þetta mun fljótlega birtast í dagblöðum sem við höfum samvinnu við um allan heim," sagði Assange við fréttamenn í dag.

Assange er í hálfgerðu stofufangelsi á sveitasetri í Bretlandi meðan mál hans er til umfjöllunar þar.



Hér að ofan er hægt að horfa á frétt AP fréttastofunnar um málið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×