Erlent

Sármóðgaðir Bretar - Obama segist vera meiri vinur Sarkozy

Besti vinur eða næst besti? Bretar eru allavega hundfúlir.
Besti vinur eða næst besti? Bretar eru allavega hundfúlir.

Gula pressan í Bretlandi er sármóðguð eftir að forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, sagði á fundi í Hvíta húsinu ásamt forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy, að hann væri besti bandamaðurinn.

Götublaðið The Daily Mail er allavega sárt yfir þessum ummælum Obama og segja þau grafa alvarlega undan sérstöku sambandi Bretlands og Bandaríkjanna sem Georg Bush og Tony Blair töluðu mikið um fyrir innrásina í Írak.

Samkvæmt The Daily Mail þá hafa ummælin hrist upp í breska embættismannakerfinu.

Þessi ummæli eru ekki á það bætandi eftir að Obama á að hafa sármóðgað Bretana þegar hann vildi ekki hitta Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, á síðasta ári í Bandaríkjunum. Vill blaðið meina að það ríki hálfgert kalt diplómatískt stríð á milli þjóðanna þessa stundina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×