Erlent

Konur blása á jafnrétti, vilja enn giftast til fjár

Þrátt fyrir áratuga langa baráttu fyrir jafnrétti kynjanna þykir konum það enn jafn heillandi að giftast efnuðum mönnum sem geta séð þeim farboða.

Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var á vegum gáfnaveitunnar Centre for Policy Studies í Bretlandi. Þar kemur fram að í Bretlandi fyrir 60 árum giftust um 20% kvenna mönnum sem voru mun meira menntaðir en þær. Í lok síðustu aldar hafði þetta hlutfall nær tvöfaldast og var komið upp í 38%. Svipaða sögu er að segja í öðrum Evrópuríkjum.

Dr. Catherine Hakim frá London School of Economics stjórnaði rannsókninni og segir að það sé greinilegt að konur halda áfram að nota hjónaband sem valmöguleika á að sjá sér farboða eða til að styðja við eigin atvinnuferil. Hinsvegar vilji margar konur ekki viðurkenna að þær séu í leit að maka sem hefur mun meiri tekjur en þær. Þær leyna því jafnvel fyrir þeim mönnum sem þær eiga í ástarsambandi við.

Hakim dregur þá ályktun af niðurstöðum rannsóknarinnar að kynjakvótar í stöður hjá hinu opinbera sem og í einkageiranum séu ekki besta leiðin til að leiðrétta jafnrétti meðal kvenna og karla.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×