Erlent

Fundu hugsanlega FFH á botni Eystrasalts

Hópur Svía sem stundar fjársjóðsleit í Eystrasaltinu hefur fundið risavaxinn dularfullan hlut á hafsbotninum milli Svíþjóðar og Finnlands. Margir telja að þarna gæti fljúgandi furðuhlutur (FFH) verið á ferð.

Dennis Åaberg einn af Svíunum segir að um sé að ræða kringlóttan hlut sem er 60 metrar að þvermáli. Hann sé gerður úr einhverju hörðu efni, steini, stáli eða steypu.

Það sem veldur vangaveltum um fljúgandi furðuhlut er að svo virðist sem 300 metra löng rák liggji að honum þannig að hluturinn virðist hafa runnið eða skrikað til að þeim stað sem hann liggur. Aðrir telja að náttúrulegar skýringar séu til á þessum hlut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×