Erlent

Hart tekið á stúdentum eftir óeirðir

Óli Tynes skrifar
Frá óeirðunum  í desember.
Frá óeirðunum í desember.

Átján ára gamall breskur námsmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi fyrir framgöngu sína í stúdentaóeirðum í Lundúnum í desember síðastliðnum. Tugþúsundir stúdenta mótmæltu þá þriðjungshækkun skólagjalda. Lítill hópur óeirðaseggja notaði þá tækifærið til að vinna skemmdarverk. Meðal annars var ráðist inn í höfuðstöðvar Íhaldsflokksins í Lundúnum.

Meðal innrásarmanna var Edward Woollard. Þeir brutu og brömluðu allt sem þeir náðu í og komust upp á þakk hússins sem er sjö hæðir. Þaðan kastaði Woollard slökkvitæki niður á götuna þar sem lögreglumenn reyndu að verja bygginguna. Slökkvitækið lenti rétt hjá þeim. Ljóst er að ef tækið hefði lent á lögreglumanni hefði það steindrepið hann. Sjónvarpsmyndir náðust af Woollard og hann var handtekinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×