Innlent

Vill fund vegna skattahækkana á innanlandsflugi

Sigmundur Ernir.
Sigmundur Ernir.

Sigmundur Erni Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir fundi í samgöngunefnd til þess að fjalla um stöðu innanlandsflugs á fundi sínum, eins fljótt og kostur er - en þar verði fyrir svörum gestir sem geta varpað ljósi á auknar álögur á fyrirtæki í flugrekstri, svo og farþega.

Einnig verði gerði samanburður á opinberum álögum í innanlandsflugi á Íslandi og á öðrum Norðurlöndum, að teknu tilliti til ríkisstyrkja og fleiri þátta sem hafa áhrif á almenningssamgöngur af þessu tagi. Þá verði sérstaklega skoðað hvaða áhrif flutningur Reykjavíkurflugvallar hefði á rekstrarhæfi innalandsflugs á Íslandi.

Sigmundur hefur óskað eftir að forsvarsmenn helstu fyrirtækja í greininni, fulltrúar Samtaka ferðaþjónustunnar, ráðherra og aðrir forvígismenn í innanríkisráðuneyti, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórarnir á Ísafirði, Akureyri, Fljótsdalshéraði, Hornafirði og Vestmannaeyjum.

Tilefni fundarboðsins var umræða á Alþingi rétt fyrir mánaðarmót þar sem stjórnvöld voru sökuð um að setja íbúa landsbyggðarinnar í spennitreyju með því að leggja 400 milljónir króna skattahækkanir á innanlandsflugið á sama tíma og farþegum hefur fækkað um fimmtung á tveimur árum.

Það var Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, sem gagnýndi skattahækkanir á flugið, sem hann sagði kalla á umtalsverðar fjargjaldahækkanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×