Innlent

AFL vísar deilu við Eimskip til sáttasemjara

Reyðarfjörður Kjaradeilu hafnarverkamanna og Eimskips hefur verið vísað til ríkissáttasemjara.
FRéttablaðið/Pjetur
Reyðarfjörður Kjaradeilu hafnarverkamanna og Eimskips hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. FRéttablaðið/Pjetur

AFL Starfsgreinafélag vísaði kjaradeilu vegna vinnu við Mjóeyrarhöfn við Reyðarfjörð til ríkissáttasemjara síðastliðinn föstudag.

Á heimasíðu félagsins segir að óskað hafi verið eftir viðræðum við Eimskip um sérkjarasamning síðan í október 2009. Félagið hafi í byrjun janúar vakið athygli á að kjarasamningar væru lausir en Eimskip hafi „ekki virt félagið svars", eins og þar segir. Því hafi deilunni verið vísað til sáttasemjara.

Um þessa höfn eru flutt á sjötta hundrað þúsund tonn af vörum á ári, þar á meðal öll aðföng og útflutningur álvers Alcoa.- þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×