Innlent

Borgin endurskoði áform um niðurskurð tónlistarkennslu

Stjórn Félags íslenskra tónlistarmanna skorar á borgarstjórn og menntaráð borgarinnar að endurskoða áform um niurskurð á framlögum til tónlistarskóla og standa vörð um tónlistarmenntun í borginni.

Í áskorun félagsins segir að grunnur að velgengni íslenskra tónlistarmanna á síðustu áratugum hafi verið uppbygging öflugrar og góðrar tónlistarkennslu um áratuga skeið. Framtíð þess starfs sé nú ógnað og hætta sé á að íslenskt tónlistarlíf verði fyrir óbærilegu tjóni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×