Erlent

Fundu ómetanlegt málverk af Hinrik VIII í borðstofunni

Nýlega fannst veggmálverk af Hinrik áttunda Englandskonungi á sextándu öld, málað á þeim tíma er hann var uppi.

Hjónin Angie og Rhodri Powell festu nýlega kaup á yfir 400 ára gömlu húsi í Taunton í Somerset. Vitað var að fyrir rúmum 400 árum var þetta hús í eigu erkibiskupsins af Kantaraborg. Þau hjónin ákváðu að setja nýtt veggfóður á veggi borðstofunnar.

Eftir að hafa rifið niður veggþil og þó nokkrar umferðir af veggfóðri komu þau niður á málverk af Hinrik áttunda Englandskonungi. Sagnfræðingar á Bretlandi halda varla vatni yfir þessum fundi, segja hann stórmerkilegan og að verkið sé ekki hægt að meta til fjár.

Málverkið sýnir Hinrik áttunda í hásæti sínu og heldur hann á veldissprota. Hinriks er minnst fyrir ýmsar gjörðir en þekktastur er hann fyrir að hafa látið taka af lífi tvær af sex eiginkonum sínum þar sem þær gátu ekki getið honum son. Sú þriðja var á leið á höggstokkinn þegar Hinrik dó.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×