Hrefna Haraldsdóttar foreldraráðgjafi og Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, hlutu í gær barnamenningarverðlaun Velferðarsjóoðs barna. Verðlaunin, samtals tvær milljónir króna, fengu þau fyrir framúrskarandi framlag í þágu velferðar barna.
Samtals veitti Velferðarsjóður barna styrki að upphæð sex milljónir króna í ár. Á þeim tíu árum sem sjóðurinn hefur starfað hefur hann úthlutað um 600 milljónum króna. Stofnfjármagn Velferðarsjóðsins, rúmur hálfur milljarður króna, kom frá Íslenskri erfðagreiningu. - þj
