Erlent

Egypski herinn ætlar að banna verkföll

Mótmælendur fengu sínu framgengt.
Mótmælendur fengu sínu framgengt.

Mótmælendurnir á Frelsistorginu í Kaíró hafa nú yfirgefið svæðið. Þær þúsundir sem verið hafa á torginu síðustu daga til þess að mótmæla stjórn Hosni Mubaraks í Egyptalandi hafa flestar haldið heim á leið.

Mubarak sagði af sér á föstudaginn var og um helgina tilkynnti herinn um að þing landsins yrði leyst upp og stjórnarskráin numin úr gildi. Þetta voru meginkröfur fólksins á torginu og því finnst flestum að sigurinn sé í höfn.

Dagurinn í dag hefur verið lýstur opinber frídagur í landinu en á morgun á allt að vera komið í sitt vanalega horf. Ennfremur er búist við því að herinn, sem hefur sagst ætla að stjórna landinu næsta hálfa árið uns kosið verði, muni banna alla fundi verkalýðsfélaga og annara flokka.

Þetta þýðir í raun að öll verkföll verða bönnuð í landinu en mönnum er mjög í mun að koma efnahagslífi landsins í samt lag á ný eftir að mótmælin gegn Mubarak höfðu svo gott sem lamað það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×