Innlent

Allt með kyrrum kjörum í Heklu - erlendir miðlar sýna fjallinu áhuga

Boði Logason skrifar
Eldfjallið Hekla
Eldfjallið Hekla
Hreyfingarnar sem voru í kringum Heklu fyrir helgi og í byrjun vikunnar hafa að mestu gengið til baka. Engir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu en hreyfingarnar fyrir helgi voru smávægilegar færslur á GPS-mælum.

Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að ekkert bendi til að fjallið sé að fara gjósa. Í síðustu eldgosum í Heklu hafi fyrirvarinn verið mjög lítill og því sé erfitt að spá fyrir um eldgos. „Ef það koma jarðskjálftar á svæðinu þá brýst kvikan upp á kannski einum til tveimur klukkutímum,“ segir hann.

Helstu fréttamiðlar heims hafa fjallað um hreyfingar undir Heklu þar á meðal fréttastofan Sky og CNN. Þar er sagt að fjallið gæti gosið fljótlega vegna þess að mikil kvika hafi safnast undir því. En eins og það er oft með eldfjöll er erfitt að spá fyrir um hvenær nákvæmlega það gerist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×