Innlent

Misheppnaðar löggur og lögfræðingar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
„Þetta er þessi lögfræðingur sem ætlar að tækla allt á amerískan hátt. Af því að hann veit ekki hvernig réttarkerfið er að virka nema úr bíómyndum. Við erum líka að leika löggur sem eru alveg að misskilja," segir Bergur Ebbi Benediktsson, einn af þeim sem standa að baki Mið-Ísland þáttunum sem verða sýndir á Stöð 2 í vetur.

Bergur Ebbi segir að tökurnar á Mið Ísland þáttunum hafi byrjað fyrir tveimur vikum. Unnið verði að tökunum eitthvað fram í október og þættirnir verði síðan væntanlega sýndir fljótlega eftir áramót.

En Mið-Ísland er einungis brot af þeirri dagskrá Stöðvar 2 sem kynnt var í Hörpu í dag. Þar voru líka sýnd brot úr Heimsendi, nýrri þáttaröð eftir þá sem gerðu Vakta-seríurnar. Auk þess voru sýnd brot úr nýjum þáttum Gillzeneggers og fleira.

Horfðu á brot úr Mið-Íslandi með því að smella á „Horfa á myndskeið með frétt".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×