Innlent

Tveggja vikna gæsluvarðhald og geðheilbrigði rannsakað

Vegfarandi lét blóm við inngang ruslageymslunnar og bréf þar sem stóð á: "Allt betra skilið en þetta“
Vegfarandi lét blóm við inngang ruslageymslunnar og bréf þar sem stóð á: "Allt betra skilið en þetta“ Mynd/Stöð2
Litháísk kona á tuttugasta og öðru aldursári, sem er talin hafa fætt barn í gær sem fannst látið í ruslagámi við Hótel Frón þar sem hún vann, var úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald í dag en henni var jafnframt gert að gangast undir rannsókn á geðheilbrigði. Kærasti konunnar er laus úr haldi lögreglu.

Það var Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem lagði kröfuna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum fréttastofu var konan ekki leidd fyrir dómara í héraðsdómi heldur var önnur leið farin þar sem hún er rúmliggjandi á Landspítalanum.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn málsins bendi meðal annars til þess að konan hafi leynt þungun sinni fyrir umhverfi sínu og öllum þeim sem umgengust hana.

Samstarfskonur konunnar sem fréttastofa ræddi við í morgun segja að enginn á hótelinu hafi vitað að konan væri ólétt.

Kærasti konunnar hefur verið í haldi lögreglu frá því í gær en hefur nú verið sleppt. Aðrir eru ekki í haldi lögreglu í þágu rannsóknar málsins, segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Lík kornabarns finnst í ruslagámi í Reykjavík

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú voveifilegt lát barns en lík þess fannst í ruslagámi við hótel í Reykjavík þar sem kona, sem talin er hafa fætt það, vinnur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×