Innlent

Fleiri kallaðir til yfirheyrslu

SB skrifar
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.

"Yfirheyrslur standa yfir og munu í raun gera það næstu vikur," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari en handtökur og húsleitir í tengslum við stórar millifærslur frá Seðlabankanum á sama degi og neyðarlögin voru sett fóru fram í gær.

"Það er fyrirséð að næstu vikur verðum við að vinna úr þessum upplýsingum en í augnablikinu er fátt nýtt að frétta," segir Ólafur en sagði aðspurður að byrjað væri að kalla aðra aðila en þá sem handteknir voru í gær til yfirheyrslu.

Sama dag og neyðarlögin voru sett í miðju bankahruninu voru millifærðar háar fjárhæðir út af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum. Þessar upphæðir námu yfir 15 milljörðum króna. En húsleit var einnig gerð hjá MP banka og Straumi.

Í tilkynningu frá embætti sérstaks saksóknara í gær sagði að einnig væri verið að rannsaka millifærslur til Straums fjárfestingarbanka þennan sama dag og og kaup Landsbankans á verðbréfum af sjóðum Landsvaka eftir lokun sjóðanna, sem einnig munu hafa átt sér stað 6. október 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×