„Þetta eru óskiljanleg vinnubrögð af hálfu ríkissjóðs. Vanvirðing við mannlífið og menninguna sem tengjast starfseminni,“ segir Gunnar Hákonarson, markaðsstjóri Kolaportsins, sem verður lokað í allt að átján mánuði frá og með júní á næsta ári vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda í Tollhúsinu.
Tollstjórinn í Reykjavík hyggst reisa þar ramp undir bílastæði fyrir starfsmenn, samhliða viðgerðum á þaki. Breytingar hafa verið áætlaðar síðan árið 2008. Þá undirrituðu fjármálaráðuneytið og Reykjavíkurborg viljayfirlýsingu þar sem segir að þess verði gætt að starfsemi Kolaportsins verði að stærstum hluta óröskuð.- rve
Kolaportið lagt niður um tíma
