Innlent

6500 hafa sagt sig úr Þjóðkirkjunni frá desember 2009

Þjóðskrá
Þjóðskrá
Um 6500 manns sögðu sig úr þjóðkirkjunni frá 1. desember árið 2009 til síðustu mánaðarmóta. Mikil óánægja hefur verið með Þjóðkirkjuna vegna viðbragða hennar við kynferðisbrotum Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups.

Um þrjú þúsund manns sögðu sig úr kirkjunni síðasta sumar þegar málið komst í hámæli. Síðustu mánuði hefur úrskráningum fjölgað jafnt og þétt og hafa tæplega þúsund manns sagt sig úr kirkjunni undanfarna þrjá mánuði. Langflestir þeirra sem sagt hafa sig úr Þjóðkirkjunni hafa kosið að vera utan trúfélaga.

Fríkirkjurnar þrjár bættu við sig rúmlega 1.200 meðlimum á tímabilinnu, önnur trúfélög bættu við sig tæplega 500 meðlimum, en tæp 4.800 bættust í hóp þeirra sem nú standa utan trúfélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×