Innlent

Hlaupa hringinn í kringum landið í þágu friðar og kærleika

Tuttugu hlauparar, frá þrettán þjóðlöndum, munu næstu tvær vikur hlaupa í þágu friðar og kærleika hringinn í kringum Ísland. „Friður byrjar í hjarta hvers og eins", segir skipuleggjandi Friðarhlaupsins 2011.

Hlaupararnir sem eru tuttugu talsins, frá þrettán þjóðlöndum, munu næstu tvær vikur hlaupa hringinn í kringum landið í þágu friðar og kærleika.

Friðarhlaupið á sér 24 ára langa sögu en upphafsmaður þess er gúrúinn Sri Chimnoy. Ísland hefur tekið þátt í hlaupinu frá upphafi.

Í dag var það Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness, sem kveikti á friðarkyndlinum og gróðursetti friðartré. Krakkar úr vinnuskóla Seltjarnarness tóku þátt í athöfninni og ungur hlaupagarpur, Sæmundur Ólafsson, leiddi hlaupið fyrsta spölinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×