Innlent

Breyta JL húsinu í listaverk

Málarar vinna nú hörðum höndum að því að breyta JL húsinu í listaverk. Heiðurinn að hinu nýja útliti þessa sögufræga húss á kennari við Myndlistarskóla Reykjavíkur.

Það er ekki bara mannfólkið sem tók lit í blíðunni í Reykjavík í dag. JL húsið skartar nú sínu fegursta en heiðurinn af gjörningnum á myndlistarkonan Hildigunnur Birgisdóttir sem segir þetta góða upplyftingu fyrir JL húsið, sem hefur verið í niðurníðslu. "Nú hefur húsið fengið andlytslyftingu, frábært enda húsið staðsett á frábærum stað."

Hildigunnur sigraði, ásamt Kolbeini Höskuldssyni samstarfsfélaga hennar, í samkeppni myndlistarskóla Reykjavíkur um nýtt útlit fyrir húsið en samkvæmt Hildigunni er myndlistarskólinn að hugleiða það að halda slíka keppni reglulega, svo húsinu verði breytt á fimm ára fresti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×