Erlent

Fundu 70 kíló af kat

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fíkniefnið kat, eins og það sem danska tollgæslan fann. Mynd/ Getty.
Fíkniefnið kat, eins og það sem danska tollgæslan fann. Mynd/ Getty.
Danskir tollverðir fundu í dag sjötíu kíló af fíkniefninu kat, sem er amfetamínskylt lyf, við fíkniefnaeftirlit í Eyrasundslestinni í dag. Danska tollgæslan hefur stóraukið landamæraeftirlit og í dag er fyrsti dagurinn sem nýja eftirlitskerfið er starfrækt. Efnið var á leið frá Danmörku til Svíþjóðar í tveimur töskum þegar fíkniefnahundur á vegum dönsku tollgæslunnar fann það. Mette Helmundt, yfirmaður hjá dönsku tollgæslunni, segir að þessi fíkniefnafundur sýni að nýja tolleftirlitið skili árangri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×