Erlent

Lagarde tekur við AGS í dag

Mynd/AP
Christine Lagarde tekur við sem forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins síðar í dag. Lagarde er fyrrverandi fjármálaráðherra Frakka og verður hún fyrsta konan sem stýrir sjóðnum frá stofnun hans. Staðan losnaðir eins og flestir vita eftir að þáverandi forstjóri Dominique Strauss-Kahn var handtekinn í New York sakaður um að hafa nauðgað herbergisþernu á Sofitel hótelinu.

Þrátt fyrir að skipun Lagarde hafi brotið hefðina um karl í brúni hjá AGS stendur önnur hefði óhögguð, en hún er sú að forstjórinn kemur ávallt frá ríki í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×