Innlent

Landaði risalaxi í Aðaldalnum

Laxinn tók rauða snældu á Eyrinni í Kistukvísl fyrir neðan Æðarfossa.
Laxinn tók rauða snældu á Eyrinni í Kistukvísl fyrir neðan Æðarfossa. mynd/þorgeir frímann óðinsson
Guðlaug K. Kristinsdóttir landaði 104 sentimetra hrygnu á Eyrinni á svæði eitt í Laxá í Aðaldal í gær. Laxinn var 49 sentimetrar í ummál og því líklega yfir 25 pundum að þyngd.

Fiskurinn er sá stærsti sem veiðst hefur í Aðaldalnum á þessu sumri. Kenningar eru uppi um að jafnvel sé hér kominn kandídat fyrir metfisk sumarsins.

Því andmælir leigutaki Orri Vigfússon, leigutaki Laxár, og segir það hafa verið bókað á Laxárfélagsfundi í vetur að 30 punda lax myndi koma á land í sumar.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×