Innlent

Fjöldi metanbíla tvöfaldast

MYND/Stefán
Fjöldi bíla sem ganga fyrir metangasi er kominn upp í 555, samkvæmt tölum frá Umferðarstofu. Að sögn Sverris Viðars Haukssonar, formanns verkefnisstjórnar Grænu orkunnar, hefur þessi fjöldi tvöfaldast á síðustu átján mánuðum.

Á meðal þessara bíla eru 229 með aukabúnað sem bætt hefur verið við bílinn hér á landi. Að sögn Vilhjálms Einarssonar, framkvæmdastjóra Metans, fer áhuginn fyrir metangasi sívaxandi og bendir hann þar á meðal á skoðanakönnun sem Capacent gerði nýlega en þar kemur fram að 85 prósent landsmanna séu áhugasamir um metangas.- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×