Erlent

Kjósa um sjálfstæði landsins

Mikil gleði ríki í landinu þessa daganna. Mynd/AFP
Mikil gleði ríki í landinu þessa daganna. Mynd/AFP
Milljónir manna hafa mætt á kjörstað í Suður-Súdan í dag og greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins frá norðurhluta landsins. Langar biðraðir hafa myndast í morgun fyrir framan kjörstaði í höfuðborg landsins, Juba.

Einn þeirra sem mætti á kjörstað í dag sagðist vera kjósa fyrir fjölskyldu sína. „Ég kýs fyrir foreldra mína, bræður og systur sem voru myrt í stríðinu. Einnig fyrir börnin mín svo þau geti alist upp frjálsu og friðsælu landi."

Langar biðraðir hafa myndast í morgun fyrir framan kjörstaði í höfuðborg landsins, Juba. Þjóðaratkvæðagreiðslan er hluti af friðarsamkomulagi sem var gert á milli norðurs og suðurs árið 2005 en borgarstríð hafði verið í landinu í áratugi fram að því.

Atkvæðagreiðslan stendur í eina viku en búist er fastlega við því að suðurhlutinn lýsi yfir sjálfstæði þegar henni er lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×