Erlent

Sprengdi sig í loft upp til að drepa lögregluforingja

Múslimaklerkur ávarpar hér hóp manna stuttu eftir árásina í dag.
Múslimaklerkur ávarpar hér hóp manna stuttu eftir árásina í dag. Mynd/AFP
Sautján manns í það minnsta fórust þegar að maður sprengdi sig í loft upp í bænum Spin Boldak í Afganistan í dag. Á meðal þeirra látnu er lögregluforingi, en svo virðist sem árásinni hafi verið beint að honum.

Maðurinn sprengdi sig í loft upp á hádegi í dag í afar vinsælu baðhúsi í bænum. Lögregluforinginn Razaman var skotmarkið, samkvæmt frétt BBC, en hann var tíður gestur á baðhúsinu á föstudögum. Talíbanar hafa lýst ábyrgð á sjálfsmorðsárásinni.

Bærinn Spin Boldak er við landamæri Pakistan og er 110 kílómetrum frá bænum Kandahar, þar sem Talíbanar hafa sterk ítök.

Að minnsta kosti sautján manns létust og tuttugu og þrír eru særðir. Flestir þeirra látnu og særðu eru óbreyttir borgarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×