Erlent

54 látnir eftir sjóslys í Indlandshafi

Frá eyjunni Mayotte í Comoros eyjaklasanum.
Frá eyjunni Mayotte í Comoros eyjaklasanum. Mynd/AFP
Að minnsta kosti 54 eru nú látnir eftir að bát hvolfdi nálægt Comoros eyjum í Indlandshafi í gærmorgun. Forseti eyjanna hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna slyssins.

Seint í gær var talið að 53 hefðu látist og 67 lifað slysið af, en síðan þá hefur lík barns fundist, sem hækkaði tölu látinna upp í 54. Samtals er talið að um 14 börn hafi farist í slysinu, en sum líkanna voru ekki heil og því erfitt að bera kennsl á þau.

Báturinn var á leið til eyjarinnar Anjouan í Comoros eyjaklasanum en lenti í vélarvandræðum og þurfti að snúa við, en skall þá á skeri svo bátnum hvolfdi.

Svo virðist sem yfir eitt hundrað farþegar hafi verið um borð í bátnum, en hann var aðeins gerður til að bera sextíu manns.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×