Erlent

Drottning amfetamínsins framseld

Beatriz Henao hefur verið framseld til Bandaríkjanna.
Beatriz Henao hefur verið framseld til Bandaríkjanna. Mynd/AP
Kólumbísk stjórnvöld hafa framselt konu, sem er þekkt sem ,,drottning amfetamínsins," til Bandaríkjanna. Konan, sem heitir Beatriz Elena Henao var meðal þeirra tíu efstu á lista Interpol yfir eftirlýstar konur.

Henao, sem er fjörtíu og fimm ára gömul og stjórnmálafræðingur að mennt, er talin vera alþjóðlegur leiðtogi kólumbísks fíkniefnahrings í eigu Comba bræðranna.

Lögreglan kveður hana hafa miðlað þrjú hundruð þúsund amfetamínpökkum til Bandaríkjanna en hún verður leidd fyrir dóm í New York og ákærð fyrir innflutning á fíkniefnum og peningaþvott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×