Erlent

Skotinn til bana á Vesturbakkanum: „Guð er almáttugur“

Ísraelski herinn að störfum
Ísraelski herinn að störfum Mynd/AFP
Ísraelski herinn skaut palestínskan mann við landamæri á Vesturbakkanum í morgun. Talsmaður hersins segir að leigubíll hafi komið upp að landamærasvæðinu og út hafi stigið maður sem gekk rösklega að hermönnum. Hann hafi öskrað: „Guð er almáttugur“ á arabísku og hafi verið með „grunsamlegan hlut“ í hendinni.

Talsmaðurinn segir að hermennirnir hafi skipað manninum að nema staðar og skotið viðvörunarskotum en hann hafi ekki hlýtt skipunum þeirra. Því hafi þeir ekki haft neinn annan kost en að skjóta hann. Hann lést af sárum sínum stuttu síðar. Ísraelski herinn segir að á manninum hafi fundist sprengjubúnaður og hnífur en palestínskum sjúkraliðum var meinað að skoða líkið stuttu eftir atvikið.

Þetta er í annað skiptið í vikunni sem palestínskur maður er skotinn við landamærinn. Fyrr í vikunni var maður skotinn sem hélt á glerflösku en talsmaður ísraelska hersins sagði þá að hann hafi ógnað hermönnum. Sjónvarvottar sögðu að maðurinn hefði staðið með báðar hendur upp í loftið og hafi ekki ógnað neinum þegar hann var skotinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×