Erlent

Moska reist á Amagereyju

Borgarráð Kaupmannahafnar hefur veitt leyfi til þess að stór moska verði reist á Amagereyju, á horni Njálsgötu og Artillerivej. Múslimaráð landsins segist vera að safna fé til þess að reisa moskuna, sem danskir múslimar hafa áratugum saman gert sér vonir um að verði að veruleika.

Alls er talið að safna þurfi 200 milljónum danskra króna til verksins, en það samsvarar ríflega fjórum milljörðum íslenskra króna.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×