Innlent

Vilja göngubrú inn í Þórsmörk

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þingmenn vilja gera göngubrú yfir Markarfljót. Mynd/ Vilhelm.
Þingmenn vilja gera göngubrú yfir Markarfljót. Mynd/ Vilhelm.
Þriðjungur allra þingmanna á Alþingi. úr öllum þingflokkum, leggur til að gerð verði göngubrú yfir Markarfljót við Húsadal í þeim tilgangi að auðvelda og bæta aðgengi að Þórsmörk.

Í greinargerð með þingsályktunartillögunni, sem lögð var fram í síðustu viku, kemur fram að nú sé aðeins hægt að komast á sérútbúnum bílum eftir torfærum slóðum inn á svæðið. Þrátt fyrir þessar takmarkanir sé talið að um 75-100 þúsund ferðamenn komi þangað árlega. Í nýafstöðnu eldgosi í Eyjafjallajökli hafi leiðin inn í Þórsmörk lokast sem hafi skapað hættu fyrir ferðafólk á svæðinu auk þess sem ferðaþjónustuaðilar hafi tapað viðskiptum meðan lokað var.

„Leiðin í Þórsmörk er almennt hættuleg og lokast oft á hverju sumri. Mjög alvarleg slys hafa orðið í ám á leiðinni. Þessar tíðu lokanir og hin alvarlegu slys hafa leitt af sér þá hugmynd að gera örugga leið í Þórsmörk með göngubrú yfir Markarfljót til móts við Húsadal," segir í tillögunni.

Í greinagerðinni segir að áætlanir Vegagerðarinnar geri ráð fyrir að göngubrú yfir Markarfljót á þessum stað kosti um 50 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×