Innlent

Taka afstöðu til hugmynda stjórnvalda á mánudag

Karen D. Kjartansdóttir skrifar
Aðilar vinnumarkaðarins meta það á mánudag hvort hugmyndir stjórnvalda dugi til að hægt verði að gera allsherjar samkomulag á vinnumarkaði til lengri tíma. Verkalýðsfélag Akraness hefur þegar sagt sig frá viðræðunum.

Forystumenn atvinnulífsins kynntu ríkisstjórninni fyrir skömmu helstu áherslur sínar um kjarasamninga. Meðal þeirra skilyrða sem forseti ASÍ kynnti var að færa þyrfti lífeyriskjör almennings til móts við kjör opinberra starfsmanna og kaupmáttur yrði að aukast. Þeir hafa beðið svara frá ríkisstjórninni vegna þessa og segja það verða að berast á mánudaginn.

„Við sögðum það þegar við hittum stjórnvöld um miðja síðustu viku að öðru hvoru megin við helgina myndum við taka ákvörðun hvort við myndum setjast að viðræðum um kjarasamning sem væri til eitthvað tveggja til þriggja ára. Ákveðnar forsendur þyrftu að vera til staðar til að svo væri hægt og við munum taka afstöðu til þess á mánudaginn hvort svo sé," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

Þannig framvinda mála ræðst á mánudaginn?

„Já við höfum sagt það að ekki sé hægt að draga þetta lengur í hvaða átt við eigum að þroska þessar umræður. Það er ljóst að okkar aðildarfélög hafa, í þeirri óvissu sem við erum bæði efnahagslegum og ekki síður pólitískum viljað ræða skemmri lausn, fram á haustið en hafa hins vegar gefið forystunni umboð að kanna það hvort raunverulegur vilji, bæði atvinnureknada og stjórnvalda sé til að leggja það inn í lengri samning sem til þarf."

Verkalýðsfélags Akraness hefur þegar sagt sig frá viðræðunum. Og í hádegisfréttum okkar sgði Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýsðfélags Akraness, að stefna ASÍ skaðaði launabaráttuna láglaunafólks hér á landi, einkum meðal þess sem starfar við útflutningsgreinar, þar sem svigrúm til launahækkanna ætti að vera talsvert vegna falls krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×