Erlent

Talsmaður Bandaríkjaforseta hættir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Robert Gibbs hefur starfað með forsetanum síðan að hann var öldungadeildarþingmaður. Mynd/ afp.
Robert Gibbs hefur starfað með forsetanum síðan að hann var öldungadeildarþingmaður. Mynd/ afp.
Robert Gibbs, talsmaður Hvíta hússins, hefur tilkynnt starfsfólki sínu að hann ætli að hætta störfum í Hvíta húsinu fyrir lok febrúar. Gibbs ætlar þó áfram að vera sjálfstæður ráðgjafi fyrir forsetann og starfsfólk hans í Hvíta húsinu. Sem slíkur mun hann undirbúa endurkjör forsetans en kosningar fara fram árið 2012. Gibbs hefur unnið fyrir Obama síðan hann var öldungadeildarþingmaður. Ekki liggur fyrir hver mun taka við af Gibbs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×