Innlent

Lítil endurnýjun áhyggjuefni

Innfluttum mótorhjólum hefur fækkað umtalsvert á undanförnum mánuðum. fréttablaðið/vilhelm
Innfluttum mótorhjólum hefur fækkað umtalsvert á undanförnum mánuðum. fréttablaðið/vilhelm
Sala á mótorhjólum hefur hrapað á undanförnum mánuðum og hefur ekki verið minni síðan árið 2002. Þetta má glögglega lesa úr tölum frá Umferðarstofu um nýskráningar innfluttra mótorhjóla, nýrra jafnt sem notaðra hjóla.

Þannig voru alls 150 götuskráð mótorhjól flutt inn til landsins í fyrra, eða innan við tíu prósent innfluttra hjóla árið 2007 þegar uppsveiflan náði ákveðnu hámarki.

Einar Magnússon hjá Umferðarstofu segir snarminnkandi innflutning á mótorhjólum mikið áhyggjuefni þar sem ekki eigi sér stað eðlileg endurnýjun á flotanum. „Úti er ör þróun í öryggisbúnaði ökutækja og minni innflutningur á þeim þýðir að við erum að verða eftirbátar annarra í þeim efnum og hætta á slysum eykst.“

Einar vísar í tölur frá Frumherja sem sýna að útgáfu nýrra bifhjólaréttinda, sem endurspeglar fjölda nýliða á bifhjólum, hefur ekki fækkað að sama marki og innflutt mótorhjól. Af því megi draga þá ályktun að nýliðar í umferðinni velji frekar notuð en ný mótorhjól.- rve / sjá Allt í miðju blaðsins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×