Erlent

Virgin neitar að borga gjöld á Heathrow

Richard Branson er stærsti eigandi Virgin Atlantic.
Richard Branson er stærsti eigandi Virgin Atlantic.
Breska flugfélagið Virgin Atlantic, sem er að mestu í eigu auðkýfingsins Richard Branson, ætlar ekki að greiða rekstraraðilum Heathrow flugvallar þau gjöld sem það skuldar þeim. Félagið segir ástæðuna vera hve illa flugvallaryfirvöld stóðu sig þegar frosthörkur gengu yfir Bretland fyrir jól, sem orsakaði gríðarlegar tafir hjá flugfélögum og mikið tap. Forstjóri Virgin segir félagið hafa tapað milljónum punda og því verði lendingargjöld og önnur gjöld ekki greidd fyrr en ítarleg rannsókn hafi farið fram á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×