Erlent

Hópnauðganir á Haiti

Óli Tynes skrifar
Eftir jarðskjálftann.
Eftir jarðskjálftann.

Vopnuð gengi glæpamanna fara um flóttamannabúðir á Haiti og hópnauðga konum án þess að nokkuð sé að gert, að sögn Amnesty International. Uppbygging á Haiti hefur verið sein eftir jarðskjálftann mikla í janúar á síðasta ári. Yfir ein milljón manna býr enn í tjaldbúðum. Þar fara glæpamennirnir um á nóttunni og leita uppi konur sem ekki geta varið sig. Þeim er nauðgað og jafnvel börnum þeirra líka.

Löggæsla í búðunum er lítil sem engin. Nauðganirnar hófust raunar strax eftir jarðskjálftann. Á fyrstu 150 dögunum var tilkynnt um 250 nauðganir. Talið er að margfallt fleiri hafi aldrei verið kærðar í þeirri upplausn sem þá ríkti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×