Erlent

Hæstiréttur Danmerkur ákveður framtíð Kristjaníu

Hæstiréttur Danmerkur mun á næstu fjórum dögum ákveða framtíð Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Rétturinn mun úrskurða um hvort ríkið eða íbúar Kristjaníu eigi búseturéttinn á frístaðnum.

Östre Landsrett komst að þeirri niðurstöðu árið 2009 að búseturéttur Kristjáníubúa væri uppsegjanlegur af hálfu ríkisvaldsins en íbúarnir höfðu haldið hinu gagnstæða fram. Rök sín sóttu Kristjáníubúar í yfirlýsingar ýmissa ráðherra í gegnum tíðina.

Ef Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ríkið ráði yfir búseturéttinum má búast við að þessum rétti verði sagt upp með 18 mánaða fyrirvara. Áætlað hefur verið að samanlagt andvirði lóða í Kristjaníu sé um 3 milljarðar danskra kr. eða yfir 60 milljarðar kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×