Innlent

Langt getur liðið milli sláttar og frágangs

Víða sjást loðnar graseyjar í Reykjavík, meðal annars við ljósastaura. Fréttablaðið/HAG
Víða sjást loðnar graseyjar í Reykjavík, meðal annars við ljósastaura. Fréttablaðið/HAG
Margir dagar geta liðið frá því að opin svæði, umferðareyjar og aðrar grasspildur í Reykjavík eru slegnar og að gengið sé frá viðkomandi svæði með orfi. Víða um borgina eru loðnar graseyjar við girðingar, ljósastaura og þar fram eftir götunum.

Fréttablaðið hefur áður greint frá niðurskurði borgaryfirvalda á útgjöldum til sláttar en dregið hefur úr slætti árlega frá hruni. Fyrir hrun voru grasi vaxin svæði borgarinnar slegin allt að fimm sinnum á sumri en stefnt er að því að slá þau þrisvar í sumar.

Ein afleiðing þess að sjaldnar er slegið er að loðnar graseyjar eru meira áberandi í ásýnd borgarinnar en áður.

„Það koma menn á litlum sláttuvélum sem eru keyrðar yfir túnin en þær komast auðvitað ekki svo auðveldlega að girðingum og ljósastaurum og slíku þannig að aðrir koma á eftir með orf. Það gerist hins vegar ekki alltaf sama daginn,“ segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar.

Jón Halldór segir sláttinn hafa verið endurskipulagðan með sparnaðarsjónarmið í huga á síðustu misserum sem hafi gengið vel.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×