Erlent

Skylda fólk til að hugsa um mömmu og pabba

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kínverjar verða hugsanlega skyldaðir til að hugsa um þá sem eldri eru. Mynd/ afp.
Kínverjar verða hugsanlega skyldaðir til að hugsa um þá sem eldri eru. Mynd/ afp.
Kínverjar eru að hugsa um að skylda fólk með lögum til þess að hugsa um aldraða foreldra sína. Þetta hefur BBC fréttastofan eftir fjölmiðlum þar í landi.

Það hefur verið hluti af kínverskri menningarhefð að hugsa vel um foreldra en erlendi menningaráhrif og vinnuálag hefur komið niður á fjölskylduböndum. Allt að áttundi hluti Kínverja er eldri en sextíu ára og meira en helmingur býr einn. Fæðingum hefur fækkað í Kína vegna reglna um að pör megi einungis eiga eitt barn. Þetta hefur leitt til þess að færri eru til að hugsa um þá sem eldri eru.

Hjúkrunarheimilum fjölgar reyndar, en þrátt fyrir það berast sífellt fleiri sögur af gömlu fólki sem endar ævikvöldið á eigin báti, án þess að nokkur skipti sér af því. Þessu vilja yfirvöld breyta með nýju lögunum.

Kínverskur lögfræðingur, Qian Jun, segir hins vegar að löggjöf sé rugl. „Það væri betgra að styrkja siðferðisvitund en að neyða fólk til þess að gera eitthvað með lögum," hefur BBC eftir Jun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×