Innlent

Íslenskir hjúkrunarfræðingar til Íraks

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þær Áslaug og Magna ætla til Írak að starfa með Alþjóða Rauða krossinum.
Þær Áslaug og Magna ætla til Írak að starfa með Alþjóða Rauða krossinum.
Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands, Áslaug Arnoldsdóttir og Magna Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingar, munu halda til Íraks þann 1. september til starfa með Alþjóða Rauða krossinum. 

Áslaug mun dvelja í 9 mánuði í Írak og verður starf hennar fólgið heimsóknum í fangelsi, sjúkrahús og á geðsjúkrahús í Bagdad þar sem unnið er að því að bæta aðbúnað vistmanna. Áslaug mun einnig sjá um heilbrigðismál starfsmanna Alþjóða Rauða krossins í borginni.  

Magna Björk mun starfa í 3 mánuði með Alþjóða Rauða krossinum í borginni Najaf í Írak. Hún mun sjá um þjálfun lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraflutningamanna á gjörgæsludeildum í Najaf. Þetta er í annað sinn sem Magna starfar sem sendifulltrúi Rauða kross Íslands, en hún vann í tjaldsjúkrahúsi Rauða krossins eftir jarðskjálftana miklu á Haítí árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×