Innlent

Shiva fyllti Háskólabíó

Vandana Shiva var hýr á brá á fyrirlestrinum.
Vandana Shiva var hýr á brá á fyrirlestrinum. Mynd Helgi Jóhann Hauksson
Troðfullt var á fyrirlestur Vandana Shiva í Háskólabíói í gær. Fyrirlesturinn var haldinn í stóra sal bíósins, sem tekur um eitt þúsund manns, en engu að síður segja rekstraraðilar bíósins að um um 200-300 manns hafi orðið frá að hverfa.

Vandana er mikill umhverfissinni og hefur talað mikið gegn eyðingu náttúrunnar. Á fyrirlestrinum fór hún um víðan völl og hvatti Íslendinga til að hafna álverum og verksmiðjubúskap en einbeita sér að því að gera landið að fyrirmynd um að nýta hreina orku í hreinan iðnað.

Meðal gesta voru ýmislegir stjórnmálamenn, þingmenn og ráðherrar. Í kjölfar erindis hennar spunnust líflegar pallborðsumræður en Shiva svaraði öllum spurningum rækilega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×