Innlent

Ráðherrar víki sæti á Alþingi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar Alþingis.
Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar Alþingis.
Þingmenn þriggja stjórnmálaflokka hafa lagt fram frumvarp um heimild ráðherra til að víkja tímabundið af þingi á meðan þeir gegna ráðherraembætti. Fyrstu umræðu þingsins um frumvarpið er lokið og verður það til umræðu í allsherjarnefnd í dag.

„Með þessu er verið að styrkja stefnumótunar- og eftirlitshlutverk þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu. Það er fyrirliggjandi breyting á þingsköpum sem felur í sér mikla einföldun á nefndarstarfi hvers þingmanns þannig að hver þingmaður verði bara í einni nefnd en með þessu er bara verið að undirbyggja það enn frekar,“ segir Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar Alþingis, sem jafnframt er einn flutningsmanna frumvarpsins. Róbert bendir á að hætti viðkomandi ráðherra, þá tekur hann aftur sæti á þingi.

Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, en aðrir flutningsmenn eru úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×